Básar eða æfingasvæði hugans?
- Egill Gylfason
- Jun 15, 2024
- 3 min read
Updated: Sep 29, 2024
Undanfarið hef ég farið af og til upp í Bása til að slá nokkra bolta með drengjunum mínum og reynt að kenna þeim handtökin. Sá elsti er orðinn býsna lunkinn og miðjan á leiðinni. Sá yngsti er enn á biðlista.

Auðvitað slæ ég nokkra bolta með þeim og verð alltaf jafn ánægður með að ég kann ennþá að sveifla golfkylfu. Það er svo sem engin furða þar sem ég byrjaði að spila 10 ára og var kominn í afrekshóp kylfinga 13 ára og var í keppnisgolfi til 18 ára aldurs með tilheyrandi þjálfun og æfingum. Ýmislegt lærði maður og sveiflan var einmitt bara prýðileg! Ég var meðal annars þekktur fyrir að geta slegið gríðarlega langt en á sama tíma stundum alveg gríðarlega skakkt. Þrátt fyrir að slá oftar skakkt en beint tókst mér að vera nokkuð framarlega í þessum unglingamótum og nafnið meðal annars á einum litlum bikar í Golfklúbbi Reykjavíkur fyrir sigur í flokki sem var lagður niður það sama ár!
Á þessum keppnisferli mínum var þó einn þáttur sem skipaði stórt hlutverk í mínum leik en það var andlegi þátturinn. Hins vegar var ekkert jákvætt við þetta hlutverk, andlegi þátturinn var í molum! Það fólk sem ég spilaði með, sérstaklega ef ég þekkti viðkomandi vel, fékk að sjá allar mínar verstu hliðar og ef feilhöggin voru orðin nógu mörg í röð mátti reikna með að kylfur tækju á loft. Skapofsinn var mikill en það sem verra var, golfið versnaði samhliða og úr varð eitt allsherjar andlegt og golflegt klúður. Líklega ætti ég jafnvel að biðja þá sem spiluðu oftast með mér afsökunar á framferði mínu enda efast ég um að það hafi verið ánægjulegt að umgangast froðufellandi ungling sem gat ekki tekist á við slæmt högg og gerði óhóflegar væntingar til sjálfs síns.
Hversu oft höfum við spilað golf og allt gengur ágætlega þangað til allt í einu kemur eitt slæmt högg og jafnvel næsta líka? Afgangurinn af hringnum er afleitur og allt í steik. Þetta gerist ekki aðeins hjá okkur venjulega fólkinu enda hafa allir sem fylgst hafa með golfi í sjónvarpinu horft upp á bestu kylfinga heims eiga stórfenglega hringi einn daginn og svo allt gjörsamlega í steik daginn eftir. Það fyrsta sem mér dettur í hug er Jean Van de Velde á opna breska árið 1999 sem var líklega eitt mikilfenglegasta fall í sögu stórmótanna. Hvað klikkaði þar? Hætti hann allt í einu að vera með bestu kylfingum í heimi eða var andlegi þátturinn eitthvað að trufla?
Þetta er ekkert flókið. Andlegi þátturinn er óhugnalega mikilvægur í golfi!
Hvað ef það væri til leið sem dregur verulega úr líkunum á því að andlegi þátturinn trufli?
Hvað hefði ég viljað gera öðruvísi ef ég vissi það sem ég veit í dag? -> Styrkja hugann að minnsta kosti jafn mikið og sveifluna!
Hvernig myndi ég gera það? -> Með dáleiðslu.
Dáleiðsla er kraftmikið verkfæri fyrir golfara á hvaða getustigi sem er og er algjörlega vannýtt, hvort sem það eru atvinnukylfingar, afrekskylfingar eða hinn almenni golfari sem spilar einu sinni í viku.
Ég er ekki hlutlægur en fyrir mér er sú staðreynd að Tiger Woods var 13 ára þegar hann byrjaði að nýta sér krafta dáleiðslunnar alveg nóg til að sannfæra alla golfara um að láta reyna á það.
Ef það er hins vegar ekki nægjanleg sannfæring þá skal ég útskýra betur og ef þú hefur áhuga á að bæta golfleikinn með einföldum hætti sem felst ekki í tímafrekum og misgagnlegum ferðum á æfingasvæðið þá ættir þú að lesa áfram.
Með því að notast við dáleiðslu er hægt að bæta einbeitingu, byggja upp sjálfstraust á golfvellinum, hvort sem þú ert byrjandi eða með áratuga reynslu. Með þessum aðferðum getur þú nálgast markmiðin fyrr en ekki bara það, þú nálgast þau af meiri yfirvegun og minni áreynslu. Eins ótrúlega og það kann að hljóma máttu búast við að geta sagt skilið við keppniskvíða, óþarfa streitu og sjálfsefa um leið og þú tekur á móti andlegri þrautseigju, bættri frammistöðu og umfram allt tækifærið til að njóta golfhringsins enn betur!
Nú styttist í meistaramót klúbbanna, stigamótin ásamt öllum þessum hringjum sem eru spilaðir. Vellirnir eru fullir og það er ólíklegt að nýr driver lækki forgjöfina en það er öruggt að hún lækkar ef andlegi þátturinn er í toppmálum
Ef þú vilt bæta golfið, njóta þess meira og nota til þess einfalda aðferð sem virkar þá skaltu

コメント